Lillie Bridge Grounds
Lillie Bridge eða Lillie Bridge Grounds var fjölnota íþróttaleikvangur í Lundúnum sem reistur var árið 1866. Það var vettvangur fyrir hvers kyns mannamót, svo sem markaði loftbelgjaflug og íþróttakappleiki, s.s. krikketleiki, hnefaleikakeppnir og frjálsíþróttamót. London Athletic Club, elsta starfandi frjálsíþróttafélag í heimi, keppti á vellinum frá 1869-76, þegar það flutti starfsemi sína á Stamford Bridge. Keppni á vellinum lauk árið 1888 í kjölfar óeirða áhorfenda sem undu því illa þegar hætt var við frjálsíþróttakeppni sem þúsundir manna höfðu greitt aðgangseyri að og veðjað á úrslit.
Lillie Bridge kom við sögu ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu árið 1873 þegar annar úrslitaleikurinn í sögu keppninnar fór þar fram. Áhugamannaliðið Wanderers hafði unnið keppnina árið áður og bauðst liðinu að verja titilinn á heimavelli. Þar sem Wanderers höfðu ekki á eigin velli að skipa kusu þeir að keppa á Lillie Bridge. Þetta var í eina skiptið sem ríkjandi meisturum bauðst að verja bikarinn í úrslitaleik.
Fyrstu hnefaleikakeppnirnar með nútímareglum fóru fram á Lillie Bridge undir lok sjöunda áratugs nítjándu aldar.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Lillie Bridge Grounds“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2021.