Lensport er op á skipum sem staðsett er neðst á borðstokk (lunningu). Þau liggja nokkur meðfram öllu skipinu og út um það á vatn af þilfari að renna. Í stærstu veltum taka skip stundum inn á sig sjó inn um lensportin og veitir því út aftur ef allt er með felldu. Í grein í Morgunblaðinu 1962 sem fjallar um hvernig eigi að varast sjóslys, segir: Skálkaðar lúgur, opin lensport, hæfileg ballest, skynsamleg hleðsla og varkár sigling er nauðsynleg varúðarráðstöfun til að koma í veg fyrir sjóslys. Ekki má rugla lensportum saman við lensingar eða neglugat.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.