Lemney

(Endurbeint frá Lemnos)

Lemney eða Lemnos er grísk eyja í norðanverðu Eyjahafi.

Eyjan er 482 km² að stærð, fjöllótt en frjósöm. Á Lemney hafa fundist merkar fornleifar allt frá nýsteinöld, en eyjan komst undir grísk yfirráð árið 1913. Hingað fór Hefæstos eftir að hann bjó til net það sem fangaði Afródítu og Ares í ástarleik. Eða eins og segir í Ódysseifskviðu, kafla 8.:

Gæsalappir

En er hann (Hefaistos) hafði lagt alla þessa vél um rúmið, brá hann því á, að hann mundi fara til Lemneyjar, hins fagra byggðarlags, er honum er langkærast allra landa.“

— Hómer.

Lemney var einnig fyrsti viðkomustaður Argóarfara, en þar höfðust þeir við um hríð í góðu yfirlæti hjá konum þeim, er þar byggðu. Höfðu þær vegið menn sína, sem voru þeim ótrúir, og réðu síðan sjálfar ríkjum. Gat Jason tvo syni við drottningu þeirra.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.