Lúnokhod 1 var sovéskur tunglbíll sem lenti á tunglinu þann 17. nóvember 1970 sem hluta af Lúnokhod-geimferðaáætlun Sovétríkjanna.[1][2] Tunglbíllinn virkaði í tíu mánuði eftir komuna til tunglsins en þá rofnaði sambandið við hann.[3] Þegar samband við farið rofnaði týndist tunglfarið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fannst það ekki aftur fyrr en þann 17. mars 2010 þegar það náðist á mynd sem tekin var af Lunar Reconnaissance Orbiter. Þann 22. apríl 2010 voru gerðar mælingar til þess að segja nákvæmlega til um staðsetningu farsins.[1][4]

Lúnokhod 1 safnaði yfir fimmhundruð jarðvegssýnum af tunglinu og greindi þau auk þess að taka þúsundir mynda og ferðast um 11,2 kílómetra. Á þaki tunglbílsins er glitauga sem endurkastar leisergeisla.[1][2][4]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 UC San Diego Physicists Locate Long Lost Soviet Reflector on Moon UCSD fréttastofan. Enska. Sótt 2.júní 2011
  2. 2,0 2,1 Gleymdur tunglbíll kemur að góðu haldi - Gömul rússnesk vitvél getur veitt nýjar upplýsingar um tunglið Geymt 10 janúar 2012 í Wayback Machine Lifandi Vísindi. Sótt 2. júní 2011
  3. Lost and Found: Soviet Lunar Rover Discovery News. Enska. Sótt 2. júní 2011
  4. 4,0 4,1 Old Moon Rover Beams Surprising Laser Flashes to Earth Geymt 2 janúar 2016 í Wayback Machine NASA . Enska. Sótt 2. júní 2011