Lónafjörður liggur milli Veiðileysufjarðar og Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum. Lónanúpur gengur fram í sjó sunnan við fjörðinn en andspænis honum er Múli. Lónafjörður er þröngur og snjóþungur, óaðgengilegur og erfiður yfirferðar; til dæmis er ekki hægt að ganga fyrir fjarðarbotninn nema á fjöru og þá eftir rifjum sem liggja góðan spöl frá landi, því að fyrir innan þau eru lón sem sögð eru botnlaus og ná að fjallinu Einbúa sem gengur fram í sjó í fjarðarbotninum. Í lónunum er mikið um sel.

Í Lónafirði hefur ekki verið byggð á sögulegum tíma þótt sagnir séu um búsetu þar, en utan við fjarðarmynnið að vestan var bærinn Kvíar, sem fór í eyði 1948.

Jarðhiti er utarlega í suðvesturströnd Lónafjarðar skammt fyrir innan eyðibýlið að Borðeyri og kemur volgt vatn 10-15°C upp um nokkur sívöl göt í fjöruklöpp og er rennsli úr hverju þeirra álíka og úr vatnskrana en hluti jarðhitasvæðisins fer á kaf á flóði.


Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.