Lífsval ehf. er íslenskt fyrirtæki í eigu fjársterkra aðila [1] og hefur lagt áherslu á að kaupa upp jarðir með kvóta eða vatnsréttindi. Talið er félagið eigi nú yfir 40% af öllum mjólkurkvóta í landinu auk verulegs kjötkvóta.

Í Morgunblaðinu 2005 [2] segir frá kaupum Lífsvals á Skógum II í Reykjahverfi, en þar hafði Lífsval áður keypt samliggjandi jörð. Í blaðinu er talað um undrun bænda á kaupunum. Þar segir:

Bændur velta því fyrir sér hvað það er sem vakir fyrir hinum nýju eigendum og á hvern hátt þeir ætli að láta fjárfestinguna borga sig. Er það einkum vegna þess að fyrsta verk þeirra hefur verið að leggja niður búskap á nokkrum jörðum sem þeir hafa eignast. Sé horft á þetta út frá byggðalegu sjónarmiði þá finnst mönnum að enn sem komið er hafi þetta ekki orðið sveitunum til framdráttar. Mörgum finnst að þegar menn kaupa jarðir að þá verði að fylgja því einhverjar skyldur rétt eins og er gert víða í Noregi til þess að efla undirstöður dreifbýlisins.

Tilvísanir breyta

  1. Þar á meðal eru: Ingvars J. Karlssonar, stjórnarformanns Karls K. Karlssonar hf., Guðmundar A. Birgissonar á Núpum í Ölfusi og Ólafs I. Wernerssonar tæknifræðings.
  2. Úr sveitinni; hluti úr grein í Morgunblaðinu 2005

Tenglar breyta

   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.