Kvöldfélagið
Kvöldfélagið var félag sem nokkrir íslenskir menntamenn stofnuðu í Reykjavík árið 1861. Félagið starfaði til 1874 en lognaðist út af eftir þjóðhátíðina það ár. Á fundum félagsins, sem voru leynilegir í fyrstu, voru lesin ljóð og ljóðaþýðingar, ferðasögur og leikrit, og rætt um listir og menningarmál. Meðal félaga voru Sigurður Guðmundsson málari, Eiríkur Magnússon, Jón Árnason, Kristján Jónsson fjallaskáld, Matthías Jochumsson og Jón Ólafsson ritstjóri.[1]
Félagið hafði mikil áhrif á íslenskt menningarlíf þar sem félagar voru virkir í að skapa þjóðlega íslenska menningu byggt á bæði sögulegum og erlendum fyrirmyndum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Karl Aspelund; Eiríkur Valdimarsson (2012). „Svipir Kvöldfélagsins: Menningarleg sólarupprás við nokkur sólsetur 1861-1874“ (PDF). Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.