Kristbjörn Albertsson

Kristbjörn Albertsson (8. ágúst 1944 – 18. júlí 2022) var íslenskur körfuknattleiksmaður, þjálfari, dómari og stjórnarmaður. Hann dæmdi bæði í körfuknattleik og fótbolta og varð fyrsti alþjóðadómari Íslands í körfuknattleik árið 1973.[1] Fimm sinnum var hann valinn dómari ársins hjá KKÍ.[2] Kristbjörn varð formaður Körfuknattleikssambands Íslands í stuttan tíma árið 1980 eftir að Stefán Ingólfsson sagði af sér[3] og svo aftur tímabilið 1981[4] til 1982.[5]

Viðurkenningar breyta

  • Körfuknattleiksdómari ársins (5): 1976, 1979, 1980, 1986, 1987

Heimildir breyta

  1. „Fyrsti íslenski alþjóðadómarinn í körfuknattleik“. Faxi. 1. janúar 1975. Sótt 21. júlí 2017.
  2. „Besti dómarinn í úrvalsdeild karla“. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 21. júlí 2017.
  3. „Formaður KKÍ segir af sér“. Morgunblaðið. 14. mars 1980. Sótt 21. júlí 2017.
  4. „Kristbjörn var kosinn“. Vísir. 4. maí 1981. Sótt 21. júlí 2017.
  5. Atli Arason; Valur Páll Eiríksson (26. júlí 2022). „Kristbjörn Albertsson er látinn“. Vísir. Sótt 26. júlí 2022.