Kristín Mariella Friðjónsdóttir

íslenskur áhrifavaldur, kennari og víóluleikari

Kristín Mariella Friðjónsdóttir (f. 21. apríl 1989) er íslenskur áhrifavaldur, kennari og víóluleikari.

Kristín Mariella
Fædd
Kristín Mariella Friðjónsdóttir

21. apríl 1989 (1989-04-21) (34 ára)
ÞjóðerniÍslensk
Börn3
Vefsíðahttps://respectfulmom.com/

Kristín stundaði fiðlu- og víólunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór svo í framhaldsnám í víóluleik við Temple-háskóla (Temple University) í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.[1] Kristín lék á víólu fyrir tónlist kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló (2011).[2]

Kristín er þó þekktust fyrir fræðslu og blogg um virðingarríkt tengslauppeldi, þá aðallega uppeldisnálgun sem byggir á RIE-hugmyndafræðinni. RIE stendur fyrir Resources for Infant Educators og eru samtök sem stofnuð voru af Mögdu Gerber árið 1978. Kristín heldur úti vefsíðunni RespectfulMom.com ásamt samnefndum Instagram-reikningi.

Árið 2019 gaf Kristín út barnabókina Stundum græt ég/Stundum hlæ ég.[3]

Tilvísanir breyta

  1. https://www.dv.is/fokus/2018/02/20/dagur-i-lifi-kristinar-mariellu/
  2. https://www.kvikmyndavefurinn.is/person/nr/8778
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2022. Sótt 3. september 2022.

Tenglar breyta