Kristín Eysteinsdóttir
Kristín Eysteinsdóttir (f. 2. febrúar 1974) er íslenskur leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri Borgarleikhússins.
Kristín lauk BA-prófi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla í Danmörku árið 2002 og meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. [1]
Kristín hefur leikstýrt fjölda verka, m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. Hún var fastráðin leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008-2014 en var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014.[2] Kristín hlaut Grímuna, sviðslistaverðlan Leiklistarsambands Íslands sem leikstjóri ársins árið 2008 fyrir leikstjórn sína á sýningunni Sá ljóti í Þjóðleikhúsinu.[3]
Áður en Kristín snéri sér að leiklistinni starfaði hún á vettvangi tónlistar, m.a. sem söngkona, trúbador og laga- og textasmiður. Árið 1995 gaf hún út eigin breiðskífu, Litir þar sem hún flutti eigin lög og texta[4] og frá 1996-2000 var hún söngkona kvennahljómsveitarinnar Ótukt.[5]
Eiginkona Kristínar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og eiga þær tvö börn.
TilvísanirBreyta
- ↑ Ruv.is, „Kristín ráðin borgarleikhússtjóri“, (skoðað 23. júní 2019)
- ↑ Visir.is, „Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir“ (skoðað 23. júní 2019)
- ↑ Griman.is, „Handhafar Grímuverðlaunanna árið 2008“, (skoðað 23. júní 2019)
- ↑ Árni Matthíasson, „Fjölskrúðugir litir“, Morgunblaðið, 7. nóvember 1995 (skoðað 23. júní 2019)
- ↑ Glatkistan.com, „Ótukt 1996-2000“ (skoðað 23. júní 2019)