Krýsuvíkurbjarg er bjarg sem rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni á sunnanverðum Reykjanesskaga. Bjargið er langstærsta fuglabjarg skagans. Þar verpa um 60.000 fuglapör, mest rita en líka langvía, álka, stuttnefja og fýll, og eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Áður fyrr var algengt að menn sigu í bjargið eftir eggjum og 1724 fórust þar þrír menn sem urðu fyrir grjóthruni. Efst á bjarginu er viti sem var reistur árið 1965. Við bjargið hafa orðið nokkrir skipsskaðar, eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Í báðum þessum tilvikum varð mannbjörg.

Krísuvíkurberg.
Rauðaskriða.

Í Krýsuvíkurbergi verpa um 58000 pör af 9 tegundum sjófugla en það eru fýll, toppskarfur, silfurmáfur, rita, langvía, stuttnefja, álka, teista og lundi. Langmest er af ritu (21000) og landvíu (20000) Fyrir ofan bjargbrúnina verpa sendlingur og snjótittlingur og fleiri fuglar. Björgunarsveit úr Hafnarfirði hefur nýtt bjargið til eggjatöku.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglalíf á vegarstæði Suðurstrandarvegar - Skýrsla til vegagerðarinnar júlí 2001