Kos
Kos er eyja undan strönd Tyrklands sem tilheyrir Grikklandi. Hún er þriðja stærsta eyjan í eyjaklasanum Tylftareyjar. Hún er um 50 km löng og 12 km breið og þar búa um 30.000 manns. Flestir íbúanna búa í höfuðstaðnum sem ber það sama nafn og eyjan, en aðrir bæir eru Cardamena, Cefalo, Tigaki, Antimachia, Mastichari, Marmari og Pilì, og smáþorpin Zia, Zipari, Platani, Lagoudi og Asfentiou. Hæsta fjall er Dikeo.
Á eynni eru margir fornminjastaðir svo sem hof Asklepios, gríska guð lækninga, platanustré Hippókratesar þar sem faðir læknisfræðinnar varði tíma sínum við athuganir og er stundum sagt elsta tré Evrópu. Ennfremur er þar Kastali Neratzíu, virki frá miðöldum sem að nokkru var gert nútímalegra af riddurum endurreisnarinnar.