Kornsúra

Persicaria vivipara er fjölær jurt í súruætt (Polygonaceae).

Kornsúra
Bistorta vivipara LC0318.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Polygonales
Ættbálkur: Caryophyllales
Ætt: Súruætt (Polygonaceae)
Ættkvísl: Persicaria
Tegund:
P. vivipara

Tvínefni
Persicaria vivipara
(L.) Ronse Decr.
Samheiti
 • Bistorta bulbifera (Royle ex Bab.) Greene
 • Bistorta macounii (Small ex J.M.Macoun) Greene
 • Bistorta vivipara (L.) S.F.Gray
 • Bistorta vivipara (L.) Delarbre nom. illeg.
 • Bistorta vivipara subsp. fugax (Small) Soják
 • Bistorta vivipara subsp. macounii (Small ex Macoun) Soják
 • Colubrina vivipara (L.) Montandon
 • Persicaria ramosa Nakai
 • Persicaria vivipara (L.) L.P.Ronse Decraene
 • Polygonum angustifolium D.Don
 • Polygonum bistorta Garcke nom. illeg.
 • Polygonum blancheanum Gandoger
 • Polygonum bracteatum Sprengel
 • Polygonum bulbiferum Royle ex Bab.
 • Polygonum camptostachys Gandoger
 • Polygonum chevrolatii Gandoger
 • Polygonum fugax Small
 • Polygonum macounii Small ex Macoun
 • Polygonum philippei Gandoger
 • Polygonum tenuifolium H.W.Kung
 • Polygonum viviparum L.
 • Polygonum viviparum f. alpinum (Wahlenb.) Polunin
 • Polygonum viviparum f. bulbigerum G.Beck
 • Polygonum viviparum f. elatior Kurtz
 • Polygonum viviparum f. florigerum G.Beck
 • Polygonum viviparum f. linearifolium J.Q.Fu
 • Polygonum viviparum f. pusillum Kurtz
 • Polygonum viviparum f. ramosum (Nakai) T.Shimizu
 • Polygonum viviparum monstr. paniculata Porsild
 • Polygonum viviparum var. alpinum Wahlenberg
 • Polygonum viviparum var. angustum A.J.Li
 • Polygonum viviparum var. capitatum Torrey
 • Polygonum viviparum var. macounii (Small ex J.M.Macoun) Hultén
 • Polygonum viviparum var. pseudobistorta J.Rousseau
 • Polygonum viviparum var. ramiflora L.Villar
 • Polygonum viviparum var. subacaule Pursh
 • Polygonum viviparum var. tenuifolium (H.W.Kung) Y.L.Liu

FlokkunBreyta

"Molecular phylogenetic" rannsóknir hafa sýnt fram á að ættkvíslin Bistorta er sér grein innan ættarinnar Polygonaceae.[1] Hinsvegar inniheldur Bistorta aðeins eina viðurkennda tegund; Bistorta sherei H. Ohba & Akiyama,[2] og Bistorta vivipara er nú talið samnefni við P. vivipara.

 
Nærmynd af blómi

ÚtbreiðslaBreyta

Hún er algeng um heimskautasvæði Evrasíu og Norður Ameríku (Grænland meðtalið).[3] Útbreiðslusvæðið nær suður í háfjallasvæði, svo sem Alparnir, Karpatafjöll, Pýreneafjöll, Kákasus, og Tíbethásléttan.

Kornsúra er algeng á Íslandi, um allt land.[4]

Samband við aðrar tegundirBreyta

SamlífiBreyta

Sveppir sem lifa á Íslandi sem rotverur á dauðum eða hálfdauðum vefjum kornsúru eru fjölmargir. Meðal þeirra sem eru þekktir eru Bostrichonema polygonia,[5] Ciboria polygoni-vivipari,[5] vankynssveppurinn Rhabdospora pleosporoides,[5] sinublaðögn (Mycosphaerella tassiana),[5] og hin skylda Mycosphaerella polygonorum.[5]

Kornsúra lifir við útræna svepprót.[6]

SjúkdómarBreyta

Aðrir sveppir lifa á kornsúru sem plöntusjúkdómar. Meðal þeirra sem herja á kornsúru á Íslandi eru kornsúrusótsveppur (Microbotryum bistortarum) sem sýkir æxlikornin[5] og Microbotryum pustulatum og kornsúrulakk (Pseudorhytisma bistortae) sem sýkja blöð kornsúrunnar.[5] Þrjár tegundir pússryðs sýkja kornsúru á Íslandi: kornsúruryðsveppur (Puccinia bistortae), kornsúrupússryð (Puccinia septentrionalis) og Puccinia polygoni-vivipari.[5]

FæðaBreyta

Ræturnar innihalda 24% kolvetni og æxlilaukarnir eru með 17% kolvetni. Þeir eru með hnetulíkt bragð og eruætir ferskir, en ættu að vera eldaðir í 15 mínútur. Blöðin eru C-vítamín uppspretta og hægt að borða hrá. Kornsúra er talin ein af 14 mikilvægustu villiplöntunum í neyðaraðstæðum.[7]

Ytri tenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. Sanchez A, Schuster TM, Kron KA (2009). „A large-scale phylogeny of Polygonaceae based on molecular data“. International Journal of Plant Sciences. 170 (8): 1044–1055. doi:10.1086/605121.
 2. „The Plant List: Bistorta. Royal Botanic Gardens, Kew and Missouri Botanic Garden. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2018. Sótt 27. júní 2018.
 3. "Bistorta vivipara (L.) Delarbre" Geymt 2016-04-28 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
 4. Áskell Löve (1945). Íslenskar jurtir. Mál og Menning. bls. 128.
 5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 5,6 5,7 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 2020-10-17 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
 6. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
 7. ”Handbok Överlevnad”. Svenska armén, 1988
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.