Konfektgerðin Fjóla

Konfektgerðin Fjóla var sælgætisframleiðandi í Reykjavík frá 1927 til um 1962. Stofnandi hennar var bakarameistarinn Guðmundur Rósinkar Magnússon, betur kunnur sem Gvendur í Fjólu.

Konfektgerðin Fjóla var stofnuð árið 1927 að Vesturgötu 29, í húsi Ottós N. Þorlákssonar. Það er timburhús á einni hæð með risi og var konfektgerðin uppi á lofti en á neðri hæðinni var veitingasala þar sem m.a. var boðið upp á kaffi, Fjóluís og gosdrykki. Fyrirtækið er talið eitt það fyrsta sem bauð upp á páskaegg hér á landi, þegar á þriðja áratugnum.

Konfektgerðin Fjóla hætti störfum snemma á sjöunda áratugnum.

Heimildir breyta