Kolbeinstangaviti er 19,5 metra hár ferstrendur viti sem stendur á austanverðum Kolbeinstanga í Vopnafirði, í landi Leiðarhafnar, norðan við Vopnafjarðarbæ. Vitinn var reistur 1942 en ekki tekinn í notkun fyrr en tveimur árum síðar þegar ljóshús í hann fékkst sent frá Bretlandi. Hann var gerður eftir sömu teikningu og Kálfshamarsviti, en ólíkt honum hefur hann ekki verið kústaður með þéttiefni og heldur því upprunalegu útliti með steiningu úr hvítu og svörtu kvarsi. Ljóseinkenni vitans er LFl WRG 10s (langt blikkljós í þrískiptum geira á 10 sekúndna fresti).

Kolbeinstangaviti við Vopnafjörð.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.