Kleppjárnsreykir

byggðahverfi á Vesturlandi
Getur einnig átt við sundlaug með sama nafni.

Kleppjárnsreykir er byggðahverfi, læknis- og skólasetur í Reykholtsdal í Borgarfirði, eða Borgarbyggð, skammt frá Reykholti. Þar er mikill jarðhiti og margir stórir og vatnsmiklir hverir og er samanlagt náttúrulegt rennsli úr hverum og laugum í Reykholtsdal á fjórða hundrað sekúndulítrar. Þar af koma um þrír fjórðu hlutar úr hverum og laugum við Deildartungu og á Kleppjárnsreykjum, þar sem er annar vatnsmesti hverinn í dalnum.

Nafnið Kleppjárn er karlmannsnafn sem kemur fram í Landnámabók og í Heiðarvíga sögu er maður nefndur sem hét Kleppjárn og bjó á Reykjum. Reykir vísar einfaldlega til jarðhitans á svæðinu. Kleppjárn, sem nefndur er í Landnámabók, hlaut viðurnefnið hinn gamli úr Flókadal og var son Þórólfs ‚viligisl‘. Ekki er tekið skýrt fram að Arnleif hafi verið móðir Kleppjárns en að minnsta kosti átti hana Þórólfur þessi en Arnleif var aftur systir Svartkels landnámsmanns sem til Íslands kom frá Englandi og bjó að Kiðafelli í Kjós.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

Tengt efni

breyta

Tengill

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.