Kleitomakkos

forngrískur (og karþóskur) heimspekingur og efahyggjumaður (187– 109 f.Kr.)

Kleitomakkosforngrísku: Κλειτόμαχος, 187 f.Kr. – 109 f.Kr.), fæddur Hasdrúbal, var karþóskur heimspekingur sem nam í Aþenu frá 146 f.Kr. undir leiðsögn Karneadesar. Kleitomakkos tók við af Karneadesi sem skólastjóri Akademíunnar árið 129 f.Kr. Hann var efahyggjumaður eins og lærimeistari hans. Ekkert er varðveitt af ritum hans, sem fjölluðu um heimspekileg viðhorf Karneadesar, en Cicero studdist við þau í sumum af ritum ritum sínum og eru þau meðal mikilvægustu heimilda um Kleitomakkos.

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Kleitomakkos (upphaflega Hasdrúbal)
Fæddur: 187 f.Kr.
Látinn: 109 f.Kr.
Skóli/hefð: Akademísk efahyggja
Helstu viðfangsefni: þekkingarfræði
Markverðar hugmyndir: efahyggja
Áhrifavaldar: Karneades
Hafði áhrif á: Fílon frá Larissu, Cicero

Æviágrip

breyta

Kleitomakkos fæddist í Karþagó árið 187 f.Kr. og hét þá Hasdrúbal. Hann kom til Aþenu þegar hann var um fertugt árið 146 f.Kr. Þar kynntist hann upphafsmanni nýju akademíunnar, heimspekingnum Karneadesi, og gerðist nemandi hans. Kleitomakkos nam þó einnig stóuspeki og kenningar aristótelískra heimspekinga.

Árið 129 f.Kr. varð hann skólastjóri Akademíunnar að Karneadesi látnum[1] Hann kenndi áfram í Aþenu að minnsta kosti til ársins 111 f.Kr. því þá mun Crassus hafa hlýtt á hann þar.[2] Fílon frá Larissu tók við stjórn Akademíunnar að Kleitomakkosi látnum.

Ritverk

breyta

Ekkert er varðveitt nema titlar verka hans sem fylltu um 400 bækur.[3] Helsta markmið hans var að gera grein fyrir heimspekilegum viðhorfum kennara síns, Karneadesar. Cicero mat rit hans mikils[4] og studdist að einhverju marki við þau í ritun ssinna eigin verka, þar á meðal De Natura, De Divinatione og De Fato.[5]

Tvö af ritum Kleitomakkosar voru tileinkuð kunnum Rómverjum, skáldinu Gaiusi Luciliusi og ræðismanninum Luciusi Marciusi Censorinusi[6] og gefur það til kynna að rit hans hafi verið lesin í Róm.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Díogenes Laertíos IV.67.
  2. Cicero, De Oratore I.11.
  3. Díogenes Laertíos IV.67.
  4. Cicero, Academica II.6,31.
  5. Cicero, Academica II.31.
  6. Cicero, Academica II.32.