Kevin Spacey

Kevin Spacey (fæddur 26. júlí 1959) er bandarískur leikari (kvikmyndir og leikhús) og leikstjóri. Spacey ólst upp í Kaliforníu og hóf feril sinn sem leikari á sviði á níunda áratugnum áður en hann hlaut aukahlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Spacey skaust á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Usual Suspects árið 1995. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum á borð við Se7en, Pay It Forward, L.A. Confidential og Superman Returns.

Kevin Spacey
Kevin Spacey
Kevin Spacey
Fæddur 26. júlí 1959 (1959-07-26) (62 ára)
Búseta Fáni Bandaríkjana South Orange, New Jersey, Bandaríkin

Kynferðisleg misneytingBreyta

Í lok árs 2017 komu fram ásaknir um að Spacey hafi áreitt sér yngri menn á ferlinum, allt niður í 14 ára börn. Í kjölfarið var honum sagt upp í House of Cards þar sem hann var í öðru aðalhlutverkinu og hefur ekki unnið síðan.

   Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.