Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Hveradalir eru aðalhverasvæðið þar. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum en Skíðaskóli var stofnaður þar árið 1961.[1] Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1488 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir móbergsdranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Kerlingarfjöll
Í Hveradölum er jarðhiti.
Loðmundur til vinstri, Snækollur til hægri.
Fjöllin úr fjarska

Árið 2020 voru fjöllin og svæði umhverfis friðlýst, 344 ferkílómetrar. [2]

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. kerlingarfjoll.is
  2. Kerlingarfjöll friðlýst Rúv, skoðað