Yoho-þjóðgarðurinn

Þjóðgarður í Bresku Kólumbíu

Yoho-þjóðgarðurinn (enska: Yoho National Park) er þjóðgarður í Klettafjöllum Bresku Kólumbíu. Hann var stofnaður árið 1886 og er stærð hans 1313 ferkílómetrar. Yoho er orð úr Cree-tungumálinu yfir undur. Samliggjandi þjóðgarðar eru Kootenay-þjóðgarðurinn í suðri og Banff-þjóðgarðurinn (í Alberta-fylki) í norðri.

Staðsetning Yoho miðað við hina þjóðgarðana.
Emerald-vatn.
Chancellor Peak og Kicking Horse-fljót.
Takakkaw-foss.

Meðal áhugaverðra staða í Yoho-þjóðgarði eru The Kicking Horse-fljót þar sem er náttúruleg steinbrú, Emerald-vatn, Takakkaw-foss og Wapta-foss. Hæsta fjallið er Mount Goodsir (3567 metrar).

Tengill breyta

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Yoho National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. des. 2016 2016.