Wham! var ensk hljómsveit sem starfaði frá 1981 til 1986. Hún var stofnuð af skólafélögunum George Michael og Andrew Ridgeley.

Wham!
Wham! árið 1985: George Michael (vinstri) og Andrew Ridgeley (hægri)
Wham! árið 1985: George Michael (vinstri) og Andrew Ridgeley (hægri)
Upplýsingar
UppruniBushey, Hertfordshire, England
Ár1981–1986
Stefnur
Útgefandi
Fyrri meðlimir
Vefsíða
  • georgemichael.com
  • andrewridgeley.com

Michael og Ridgeley hittust í skóla í Bushey nálægt Watford í Hertfordshire. Þeir stofnuðu fyrst ska-bandið The Executive með skólafélögum en þegar það leystist upp stofnuðu þeir Wham!. Árið 1982 gáfu þeir fyrst út lagið „Wham Rap! (Enjoy What You Do)“ en það lag náði ekki vinsældum. Hins vegar náði lagið „Young Guns (Go for It!)“ vinsældum síðar á árinu, meðal annars þökk sé framkomu í Top of the Pops tónlistarþætti BBC.

Árið 1983 var sveitin farin að keppast um hylli hlustenda við hljómsveitir Duran Duran og Culture Club. Árið 1984 varð smellurinn „Wake Me Up Before You Go-Go“ í fyrsta sæti víða um heim og smáskífan Last Christmas/Everything She Wants varð sölumesta smáskífa sem hafði lent í öðru sæti í Bretlandi (varð á eftir Band-Aid laginu „Do They Know It's Christmas?“ sem George Michael tók þátt í). Wham! varð fyrsta vestræna popphljómsveitin til að spila í Kína árið 1985 þar sem 15.000 áhorfendur sáu hljómsveitina.

Lagið „Careless Whisper“ var runnið undan rifjum George Michael og það varð orðið ljósara að Michael hafði stolið senunni meira en Ridgeley. Hann vildi hverfa frá ungmennapoppinu og gera alvörugefnari tónlist. Wham! hætti árið 1986 á góðum nótum milli þeirra félaga og síðustu tónleikar þeirra voru á Wembley-leikvanginum í júní það ár.

Micheal hélt áfram með sólóferill þar til hann lést árið 2016. Ridgely reyndi fyrir sér í Formúlu 1 kappaskstri í Mónakó og sem lagahöfundur og leikari í Los Angeles. Hann náði þó ekki árangri á þeim sviðum.

Breiðskífur breyta

  • Fantastic (1983)
  • Make It Big (1984)
  • The Final (1986) (safnskífa)
  • Music from the Edge of Heaven (1986) (safnskífa: Norður-Ameríka og Japan)

Tilvísanir breyta

  1. Himes, Geoffrey (12. september 1990). „WHAM! SEPARATE TRACKS“. The Washington Post. Sótt 30. júní 2023.
  2. Wilson, Carl (20. mars 2014). „You Come and Go, You Come and Go …“. Slate. Sótt 1. júlí 2015.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Wham!“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. des 2016.