Vlastimil Hort (f. 12. janúar 1944) er tékkneskur stórmeistari í skák. Hann var einn af sterkustu skákmönnum heims á 7. og 8. áratugnum og var oft orðaður við heimsmeistarakeppnina en tókst aldrei að keppa um heimsmeistaratitilinn.

Hort leikur fjöltefli árið 1997.

Hort er einkum frægur fyrir að hafa, í undankeppni fyrir heimsmeistarakeppnina í Reykjavík árið 1977 gefið andstæðingi sínum, Boris Spasskí, hvíldardaga sína svo Spasskí næði að jafna sig af veikindum í stað þess að krefjast vinnings. Hann tapaði svo fyrir Spasskí á mótinu. Hann setti heimsmet í fjöltefli við sama tækifæri á Seltjarnarnesi 24. apríl þegar hann keppti við 550 manns á rúmum sólarhring.