Vikur er frauðkennt berg, lítt kristallað. Vikur er súrt eða ísúrt glerfrauð sem finnst í misþykku gosseti úr allstórum kornum og getur flotið á vatni. Það er til ljós vikur (líparít) eða dökkur (andesít, basalt). Vikurinn fellur harðstorknaður til jarðar. Hann er mjög efnisléttur, enda flýtur hann ef hann er lagður á vatn. Vikrar nefnist landsvæði sem þakið er þykku vikurlagi.

Notkun á vikri breyta

Vikur er aðallega notaður í byggingariðnaði svo sem í hleðslusteina, léttsteypueiningar og í múrkerfi. Vikur er notaður sem íblöndunarefni í hita og hljóðeinangranir og til eldvarna. Vikur hefur verið fluttur út til að nota í skorsteinseiningar. Vikur hefur einnig verið notaður í kattarsand og sem íblöndunarefni í gróðurmold til að auka rakaheldni hennar.

Vikur á Íslandi breyta

Fjórar eldstöðvar á Íslandi hafa gosið ljósum vikri á Nútíma. Hekluvikur er súr líparítvikur. Margar eldstöðvar hafa hins vegar gosið basísku eða ísúru gjalli eða ösku þ.e. basaltvikri. Frægust þeirra er Katla.

Heimild breyta

   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.