Vestur-Evrópusambandið

Vestur-Evrópusambandið var varnar- og öryggisbandalag Vestur-Evrópuþjóða stofnað árið 1948. Upphaflegir meðlimir voru Bretland, Frakkland, Belgía, Lúxemborg og Holland. Tilgangur bandalagsins var að stuðla að efnahagslegri endurreisn Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina, að ríkin kæmu til aðstoðar ef á eitt þeirra væri ráðist, og að stuðla að aukinni samvinnu og sameiningu innan Evrópu. 1954 urðu Vestur-Þýskaland og Ítalía aðilar að bandalaginu.

Aðilar • Aukaaðilar • Áheyrnarfulltrúar • Bandamenn

Frá síðustu aldamótum voru verkefni bandalagsins smátt og smátt færð til Evrópusambandsins í samræmi við sameiginlega öryggis- og varnarstefnu ESB og sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu ESB. Bandalagið var svo endanlega lagt niður árið 2011.

Ísland varð aukaaðili að sambandinu árið 1992.