Vatnafurur (fræðiheiti: Glyptostrobus) er furutegund af grátviðarætt (Cupressaceae) (áður Taxodiaceae). Eina núlifandi tegund vatnafura er tegundin Glyptostrobus pensilis sem er upprunnin í regnskógum í suðaustur Kína. Ættkvíslin hafði áður mun meiri útbreiðslu, þakti mestallt norðurhvel á Paleósen og Eósen. Elstu þekktu steingervingarnir eru síðan á krítartímabilinu, frá Norður-Ameríku. Hún fékk sitt núverandi útbreiðslusvæði fyrir, og um Pleistósen ísaldirnar.[3] Könglar evrópuvatnafuru (Glyptostrobus europaeus) hafa fundist í setlögum á Íslandi.

Vatnafurur
Barr Glyptostrobus tegundar, 49 milljónir ára, Washington, Bandaríkjunum
Barr Glyptostrobus tegundar, 49 milljónir ára, Washington, Bandaríkjunum
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Grátviðarætt (Cupressaceae)
Undirætt: Taxodioideae[1]
Ættkvísl: Glyptostrobus
Endl.[2]
Tegundir

Eina núlifandi tegundin (Glyptostrobus pensilis) vex á árbökkum og í vötnum og á fenjasvæðum og getur vaxið upp í vatni sem er allt að 60 sm djúpt. Tegundinni var næstum útrýmt því hún var eftirsótt fyrir harðan endingargóðan og ilmandi við en einnig tíðkast að gróðursetja hana meðfram bökkum á hrísökrum því ræturnar draga úr jarðvegseyðingu.

Tenglar breyta

  • „Hver var fyrsta plantan á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
  • Gymnosperm Database: Glyptostrobus
  • Arboretum de Villardebelle: photo of cone

Heimildir breyta

  1. „Cupressaceae Rich. ex Bartling 1830“. The Gymnosperm Database. Sótt 14. október 2009.
  2. Glyptostrobus Endl“. Germplasm Resources Information Network. United States Department of Agriculture. 17. júlí 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2011. Sótt 14. október 2009.
  3. LePage, B.A. 2007. The Taxonomy and Biogeographic History of Glyptostrobus. Bulletin of the Peabody Museum of Natural History, 48(2): 359-426. doi:10.3374/0079-032X(2007)48[359:TTABHO2.0.CO;2]