Urumqi Diwopu alþjóðaflugvöllurinn

alþjóðaflugvöllur í Kína

Alþjóðaflugvöllur Urumqi Diwopu (IATA: URC, ICAO: ZWWW) (kínverska: 乌鲁木齐地窝堡国际机场; rómönskun: Wūlǔmùqí Dìwōpù Guójì Jīchǎng; úígúrska: ئۈرۈمچى دىۋوپۇ خەلقئارا ئايروپورتى) er meginflughöfn Urumqi borgar í sjálfstjórnarhéraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Mynd sem sýnir farþegarmiðstöð Diwopu alþjóðaflugvallarins við Urumqi borg, Xinjiang í norðvesturhluta Kína.
Diwopu alþjóðaflugvöllurinn í Urumqi borg í Kína.

Alþjóðaflugvöllurinn er staðsettur í Xinshi hverfi Diwopu borgar, um 16 kílómetrum norðvestur af miðborg Urumqi. Hann er safnvöllur China Southern Airlines og mikilvæg fyrir Hainan Airlines. Á honum eru höfuðstöðvar fyrir heimaflugfélagið og lággjaldafélagið Urumqi Air. Önnur flugfélög eru meðal annarra: 9 Air, Beijing Capital Airlines, China Eastern Airlines, Juneyao Airlines, Loong Air, Lucky Air, Shandong Airlines, Sichuan Airlines og XiamenAir.

Árið 2018 var flugvöllurinn með um 23 milljónir farþega og var hann 19. fjölmennasti flugvöllurinn í Kína.

Mynd sem sýnir flugvélar Xinjiang Airlines á alþjóðaflugvellinum Urumqi Diwopu í Xinjiang héraði í norðvesturhluta Kína.
Nokkrar flugvélar Xinjiang Airlines á alþjóðaflugvellinum Diwopu.

Urumqi Diwopu alþjóðaflugvöllur er stærsti flugvöllurinn í Xinjiang héraði og eini flugvöllurinn í Kína sem þjónar flugi frá Afganistan, Kirgistan og Tadsíkistan. Hann var fyrst opnaður erlendum farþegum árið 1973. Flugvöllurinn hefur verið notaður til neyðarlendinga fyrir alþjóðlegt flug milli Evrópu og Vestur-Asíu.

Tölfræði breyta


Tenglar breyta

Heimildir breyta