Uppistand er tegund sagnamennsku þar sem uppistandari stendur á sviði fyrir framan áhorfendur og skemmtir þeim samfelldri röð gamansagna og brandara sem nefnist „sett“. Uppistand fer oftast fram á krám eða pöbbum, en stundum í leikhúsi eða öðrum stærri sviðslistahúsum. Sérstakir uppistandsklúbbar eru víða til í borgum. Uppistand er rauntímalist þar sem samskiptin við áhorfendur skipta miklu máli, en stundum er flutningurinn tekinn upp fyrir útgáfu eða sýningar í öðrum miðlum.

Richard Herring fer með uppistand.

Uppistand gengur venjulega út á að viðkomandi uppistandari stendur á sviði með hljóðnema og fer með frumsamið gamanmál. Sumir nota leikmuni eða fremja töfrabrögð. Á sumum stöðum er boðið upp á „opinn hljóðnema“ þar sem hver sem er má koma upp á sviðið og fara með sitt eigið uppistand fyrir framan áhorfendur. Margir uppistandarar vinna í mörg ár að atriði sínu og uppfæra þau aftur og aftur og breyta þeim smám saman til að ná fram sem bestum áhrifum.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.