Tröllkonuhlaup er lágur foss í Þjórsá, rétt austan Búrfells. Hærri foss Þjófafoss er nokkru sunnar. Eftir að virkjað var í Þjórsá við Búrfell hefur vatnsrennsli minnkað mikið í fossinn og er hann vatnslaus á veturna.

Tröllkonuhlaup.

Saga um tröllkonurnar breyta

Það finnist í sögu af Gissuri í Botnum: "Þessar stillur er sagt að tröllkonan úr Búrfelli hafi sett í Þjórsá svo að hún þyrfti ekki að væta sig í fæturna er hún fór að finna systur sína (í Bjólfelli efst á Rangárvöllum) og stokkið þar yfir í þrem hlaupum. Heita nú klettir þessir síðan þá Tröllkonuhlaup."[1]

Tilvísanir breyta

  1. Íslandshandbókin. Náttúra, saga og sérkenni. Reykjavík 1989, bls. 766

Tenglar breyta