Torben Schmidt Grael (f. 22. júlí 1960 í São Paulo) er brasilískur siglingamaður af dönskum ættum. Hann er sá Brasilíumaður sem hlotið hefur flest verðlaun á Ólympíuleikum, alls fimm verðlaun; tvö gull, eitt silfur og tvö brons. Hann er líka sá siglingamaður sem flest verðlaun hefur hlotið á leikunum. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda heimsmeistarakeppna í siglingum, og nokkrum sinnum í Ameríkubikarnum, síðast sem leikstjórnandi Luna Rossa Challenge árið 2007. Hann var skipstjóri á Brasil1 sem lenti í 3. sæti í Volvo Ocean Race 2005-2006 og var skipstjóri á Ericsson 4 sem sigraði keppnina 2008/09.

Torben Grael

Tenglar breyta