The Cranberries

írsk rokkhljómsveit

The Cranberries var írsk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1989 í Limerick og aflögð árið 2019. Í fyrstu hét sveitin The Cranberry saw us og var með karlkyns söngvara en síðar gekk söngkonan Dolores O'Riordan í bandið. Sveitin reis til frægðar með frumburði sínum Everybody Else Is Doing It, So Why Can't We? (1993) og átti vinsælan smell með laginu Zombie (1994). Hljómsveitin tók sér hlé árið 2003 of fram til ársins 2009 þegar meðlimir einbeittu sér að sólóferli. O'Riordan lést árið 2018 og voru síðustu upptökur með henni gefnar út 2019. Sveitin var kennd við jaðarrokk en hefur blandað öðrum stefnum í tónlist sína.

Dolores O'Riordan og Noel Hogan
The Cranberries í París árið 2010.

The Cranberries hefur selt yfir 40 milljónir platna á heimsvísu.

Meðlimir breyta

Breiðskífur breyta

  • Everybody Else Is Doing It, So Why Can't We? (1993)
  • No Need to Argue (1994)
  • To the Faithful Departed (1996)
  • Bury the Hatchet (1999)
  • Wake Up and Smell the Coffee (2001)
  • Roses (2012)
  • Something Else (2017) (Órafmagnaðar útgáfur, sinfóníuútgáfur og nokkur ný lög)
  • In the End (2019) (unnið úr demóum fyrir síðustu plötu)

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „The Cranberries“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. september 2016.