Theódór Júlíusson

íslenskur leikari

Theódór Júlíusson (fæddur 21. ágúst 1949) er íslenskur leikari. Hann er með diplómu í leiklist frá The Drama Studio í Lundúnum. Hann var fastráðinn leikari hjá leikfélagi Akureyrar frá 1978 til 1989. Theódór lék sitt fyrsta hlutverk hjá leikfélagi Reykjavíkur sem gestaleikari árið 1987 en kom síðan aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhúss árið 1989 og hefur starfað þar síðan. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Theódór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarps- og kvikmyndum þar á meðal Englum alheimsins, Hafinu, Mýrinni, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann fjölmörg verðlaun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.