Teygjustökk felst í því að stökkva fram af hárri brún með fætur bundna við sterka teygju. Oftast er stokkið fram af byggingum, brúm eða krana, en líka er stokkið frá hlutum sem geta svifið yfir jörðinni eins og loftbelgjum og þyrlum. Teygjustökkvarinn upplifir frjálst fall þar til teygjan tekur við og hann skýst upp á við, fellur aftur og þannig koll af kolli þar til hreyfiorkan er búin.

Teygjustökk við Viktoríufossa á landamærum Sambíu og Simbabve.

Landdýfingar þekkjast frá alda öðli sem vígsluathöfn fyrir unga menn á Hvítasunnueyju á Vanúatú en ólíkt nútímateygjustökki snerta dýfingarmennirnir jörðina. Nútímateygjustökk hófst árið 1979 þegar tveir félagar í Dangerous Sports Club við Oxford-háskóla stukku fram af Clifton-hengibrúnni í Bristol á Englandi. Innblásturinn kom frá vígsluathöfninni á Vanúatú. Þeir endurtóku leikinn og stukku fram af nokkrum frægum brúm meðan sjónvarpsstöðvar sendu út frá atburðinum. Skipulagt teygjustökk fyrir almenning hófst 1986 þegar nýsjálendingurinn A. J. Hackett hóf að þróa aðferðir til að gera teygjustökkið öruggara.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.