Í heimspeki felur tengslakenningin í sér að öll mannleg þekking verður fyrir tilstilli tenginga vissra einfaldra og algildra frumþátta skynjunar. David Hartley átti hugmyndina að henni en James Mill þróaði hana frekar. John Locke sagði að manneskjan fæðist sem óskrifað blað, sbr. tabula rasa, og að reynslan sé rót mannlegrar þekkingar. Immanuel Kant sagði hinsvegar að þekking þyrfti að vera til fyrir tilstilli skynsemi, hvort sem skynsemin er af himni komin eða þróuð.

Hinsvegar í sálfræði felur tengslakenningin í sér að tvö hugtök eru tengd þegar upplifun eins leiðir til áhrifa annars. Þetta er stundum kallað Pavlovsk skilyrðing eða viðbragðsskilyrðing.