Telómerasi er lífhvati sem hefur áhrif á litningsenda við frumuskiptingar. Litningar í frumukjörnum bera erfðaupplýsingar. Litningaendar styttast í hvert skipti sem fruma skiptir sér og eftir ákveðinn fjölda skiptinga eru endarnir orðnir svo stuttir að fruman getur ekki skipt sér lengur. Það er nefnt frumuöldrun. Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2009 voru veitt til þriggja vísindamanna Elizabeth Blackburn, Carol W. Greider og Jack W. Szostak fyrir uppgötvun á byggingu og starfsemi litningaenda og ensímsins telómerasa.[1] Fruma deyr þegar litningarnir eru orðnir of stuttir. Í nokkrum tegundum frumna, meðal annars kynfrumum og krabbameinsfrumum, er ensím (lífefnahvati) sem byggir upp hulsur á enda litninga jafnóðum og þær eyðast. Þetta ensim er telómerasi.[2]

Skýringarmynd sem sýnir hvernig litningsendar eru lengdir með hjálp ensímsins telómerasa

Tilvísanir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.