Týr er þungarokkshljómsveit frá Færeyjum. Hún var stofnuð í janúar 1998 af Færeyingum sem bjuggu í Kaupmannahöfn.[1] Þeir skrifuðu undir samning við austurríska plötuútgáfuna Napalm Records 2006. Hljómsveitin tók þátt í þýsku rokktónlistarhátíðinni Ragnarök 2007 og 2009.[2][3] og hefur spilað á mörgum þungarokkshátíðum síðan.

Týr
Terji Skibenæs, Kári Streymoy og Heri Joensen meðlimir Týr, í Flensborg, Þýskalandi.
Terji Skibenæs, Kári Streymoy og Heri Joensen meðlimir Týr, í Flensborg, Þýskalandi.
Upplýsingar
UppruniKaupmannahöfn, Danmörku
ÁrJanúar 1998 – í dag
StefnurÞungarokk, þjóðlagaþungarokk, framsækið þungarokk
ÚtgefandiNapalm Records
MeðlimirHeri Joensen
Attila Vörös
Gunnar H. Thomsen
Tadeusz Rieckmann
Fyrri meðlimirPól Arni Holm
Allan Streymoy
Jón Joensen
Ottó P. Arnarson
Kári Streymoy
Terji Skibenæs

Týr hefur spilað á Íslandi nokkrum sinnum. Til dæmis kom hljómsveitin til Íslands þann 3. október 2008 og var með tónleika á Græna hattinum, Nasa og Hellinum.[4] Lag þeirra, Ormurinn langi naut mikilla vinsælda 2002 og fyrsta breiðskífan How far to Asgaard seldist í 3.000 eintökum hér á landi.[5]

Meðlimir breyta

  • Heri Joensen – gítar, söngur (1998–)
  • Gunnar H. Thomsen – bassi, bakraddir (1998-)
  • Tadeusz Rieckmann – trommur (2016–)
  • Hans Hammer – gítar (2021–)

Fyrrum meðlimir breyta

  • Jón Joensen – gítar, söngur (1998–2000)
  • Pól Arni Holm – söngur (1998–2002)
  • Allan Streymoy – söngur (2002)
  • Ottó P. Arnarson – gítar (2004)
  • Kári Streymoy – trommur (1998–2013)
  • Amon Djurhuus – trommur (2014–2016)
  • Terji Skibenæs – gítar, bakraddir (2001–2018)
  • Attila Vörös – gítar (2018–2020)

Breiðskífur breyta

  • How Far to Asgaard (2002)
  • Eric the Red (2003)
  • Ragnarok (breiðskífa)|Ragnarok (2006)
  • Land (breiðskífa)|Land (2008)
  • By the Light of the Northern Star (2009)
  • The Lay Of Thrym (2011)
  • Valkyrja (2013)
  • Hel (2019)
  • Battle Ballads (2024)

Smáskífur breyta

Heimildir breyta