Túamótúeyjar (franska: Îles Tuamotu, opinbert heiti: Archipel des Tuamotu) eru eyjaklasi í Frönsku Pólýnesíu sem í eru tæplega 80 eyjar og hringrif. Eyjarnar liggja dreift í stefnu frá norðvestri til suðausturs á svæði í suðurhluta Kyrrahafs sem er jafnstórt Vestur-Evrópu. Flatarmál eyjanna er 850 ferkílómetrar en íbúar þeirra eru um það bil 16.000 manns. Stærstu eyjarnar eru Anaa, Fakarava, Hao og Makemo.

Túamótúeyjar innan Frönsku Pólýnesíu

Pólýnesíumenn námu fyrstir allra land á Túamótúeyjum og tungumál og menning íbúa Túamótú í dag eru af pólýnesískum rótum runnin.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.