Svepprót (fræðiheiti: Mycorrhiza) myndast við samlífi svepps og jurtar. Samlífið á sér stað við ræturnar þar sem einstakir sveppþræðir úr mýsli svepps leggja rætur hýsilsins undir sig. Svepprótin hjálpar hýslinum við upptöku næringarefna úr jarðveginum með því að auka mikið við rótarkerfið. Sérstaklega á þetta við um upptöku óuppleysts fosfórs. Á móti fær sveppurinn aðgang að stöðugu framboði sykra sem eru afurð ljóstillífunar plöntunnar (sveppir ljóstillífa ekki). Talið er að svepprótin geti einnig verið mikilvæg til að flytja sykrur, plöntuhormón og vítamín milli einstaklinga af ólíkum tegundum í jurtasamfélögum eins og t.d. skógi. Einnig er talið að svepprótin verji rætur plöntunnar fyrir skaðlegum sveppum.

Svepprót
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.