Svalbarðseyri er lítið þorp á Svalbarðsströnd við innanverðan Eyjafjörð að austan, í landi hins forna höfuðbóls Svalbarðs. Íbúar þar voru 283 árið 2015. Á Svalbarðseyri er grunnskóli sem nefnist Valsárskóli, leikskóli, sundlaug, kjötvinnsla Kjarnafæðis og ýmis þjónusta.

Svalbarðseyri
Séð yfir Eyjafjörð til Svalbarðseyrar.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.