Sundaland er líflandfræðilegt svæði í Suðaustur-Asíu sem nær yfir Sundagrunn, það er Malakkaskaga, Borneó, Súmötru, Jövu og eyjarnar þar í kring. Sundaland gæti líka hafa tengst Filippseyjum. Sundagrunn er sá hluti meginlandsfleka Asíu sem var íslaus á síðustu ísöld. Sundaland sökk í sæ fyrir 15-10.000 árum[1]. Til eru tvær tilgátur um landnám Ástrónesa í Suðaustur-Asíu: annars vegar að þeir hafi flust þangað frá Tævan sem er talin vagga ástrónesískra tungumála fyrir um 10.000 árum, og hins vegar að þeir hafi flust til Sundalands þegar fyrir 50.000 árum og dreifst um heimshlutann við flóðið.

Kort af Sundagrunni og Sahulgrunni í dag. Þar á milli liggur Wallacía.

Suðaustan við Sundaland skilur Wallace-línan milli Indómalajasvæðisins og Ástralasíu en hún byggist á útbreiðslu spendýra. Eyjarnar austan við Wallace-línuna eru flokkaðar í vistsvæðið Wallacíu innan Ástralasíu.

Tilvísanir breyta

  1. Pelejero et al. (1999). The flooding of Sundaland during the last deglaciation: imprints in hemipelagic sediments from the southern South China Sea. Earth and Planetary Science Letters 171 (4): 661–671. doi:10.1016/S0012-821X(99)00178-8.