Styrkir er áreiti sem fylgir tiltekinni hegðun sem eykur líkurnar á að hún endurtaki sig. Þegar hegðun eykst á þennan hátt kallast það styrking.

Fráreiti breyta

Fráreiti er, öfugt við styrkjandi áreiti, eitthvað sem við teljum óþægilegt eða sársaukafullt. Þegar fráreiti fylgir hegðun er ólíklegra að hegðunin eigi sér stað í framtíðinni en ef fráreiti er ekki til staðar. Refsing (punishment) er annað dæmi. Dæmi um fráreiti er þegar rottu er gefið raflost þegar hún sýnir ákveðna hegðun, s.s. ef hún styður framlöppunum á slá. Annað dæmi er að rassskella krakka þegar þeir gráta.

Ef virkt fráreiti er fjarlægt eftir að hegðun á sér stað er talað um neikvæða styrkingu (negative reinforcement). Ef það er t.d. slökkt á rafstraumi þegar rotta stendur á afturfótunum mun hún standa mun oftar á afturfótunum. Ef eiginkona hættir að rífast eftir að eiginmaðurinn vaskar upp er hann mun líklegri til að vaska oftar upp. Jákvæðu áhrifin fyrir viðkomandi felast þannig í því að fráreitið er ekki lengur til staðar eftir að hegðun kemur fram og það þjónar því sem styrkir. Ef fráreiti er ekki lengur til staðar þegar hegðun er sýnd er mun líklegra að hegðunin aukist í framtíðinni. Sumir atferlissinnar líta neikvæðum augum á fráreiti. Ástæðan er sú að áreitið sem styrkti upphaflegu hegðunina (s.s. að horfa á fótbolta í stað þess að vaska upp) hefur ekki verið fjarlægt, þrátt fyrir að neikvæða áreitið hafi vissulega verið fjarlægt (rifrildið). Áreitið sem upphaflega styrkti hegðunina er ennþá til staðar og það getur því ennþá haft áhrif á hegðunina.

Fólk gerir sér ekki oft fyrir áhrifum fráreitis og refsingar sem og því að refsing getur verið varasöm. Eins og áður segir er refsing það þegar óþægileg afleiðing fylgir röngu viðbragði (s.s. rassskellur þegar barn öskrar). Refsingin getur verið áhrifarík, þ.e. hún getur minnkað öskrið, en þó án þess að hún kenni nýja hegðun. Þegar einungis refsing er notuð er ekki víst hvaða hegðun tekur við af þeirri sem reynt er að slökkva. Það getur þannig alveg eins verið að grátur taki við af öskri. Refsing ein og sér kennir ekki nýja hegðun og þannig er í mörgum tilfellum gagnlegra að nota jákvæða styrkingu (s.s. að styrkja barnið þegar það öskrar ekki ef því mislíkar eitthvað).

Það getur verið erfitt að aðgreina neikvæða styrkingu og jákvæða. Ef maður er svangur og er svo gefið að borða. Er maturinn sem þú færð styrkir fyrir það að vera saddur eða er það að minnka hið neikvæða, þ.e. hungrið, merki um neikvæða styrkingu?


Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.