Stoke City er enskt knattspyrnufélag frá borginni Stoke-on-Trent í mið-Englandi og spilar í ensku meistaradeildinni. Heimavöllur liðsins er á Bet365 Stadium sem tekur rúmlega 30.000 í sæti.

Stoke City Football Club
Fullt nafn Stoke City Football Club
Gælunafn/nöfn The Potters
Stytt nafn SCFC
Stofnað 1863
Leikvöllur Bet365 Stadium
Stærð 30.089
Stjórnarformaður Peter Coates
Knattspyrnustjóri Alex Neil
Deild Enska meistaradeildin
2022/23 16. sæti af 24.
Heimabúningur
Útibúningur

Liðið var stofnað árið 1863 sem Stoke Ramblers en það var nefnt Stoke City árið 1925. Liðið hefur unnið Deildarbikarinn (League Cup) einu sinni og Football league trophy tvisvar; 1972 og besti árangur í efstu deild er 4. sæti (1936 og 1947)

Frá 1997–2008 voru íslenskir eigendur í meirihluta á liðinu. Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið um tíma og kom liðinu upp um deild ásamt því að vinna Football League bikar árið 2000.

Frá 2008–2018 spilaði liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Stoke City F.C.“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. okt. 2019.