Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er sáttmálinn sem var grundvöllur að stofnun alþjóðlegu samtakanna Sameinuðu þjóðirnar. Hann var undirritaður í San Francisco í Bandaríkjunum 26. júní 1946 af 50 af 51 stofnmeðlimum (Pólland undirritaði sáttmálann tveimur mánuðum síðar). Hann tók gildi 24. október 1945, eftir að fimm fastameðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna höfðu staðfest hann og meirihluti annarra stofnmeðlima.

Forsíða Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Sem stofnsáttmáli alþjóðasamtaka er hann bindandi fyrir öll aðildarríki. Grein 103 mælir fyrir um að skyldur gagnvart Sameinuðu þjóðunum séu yfirsterkari skyldum gagnvart öðrum alþjóðasáttmálum. Flest viðurkennd ríki í dag eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.

Samsetning breyta

Stofnsáttmálinn samanstendur af formála og fjölda greina sem eru hópaðar saman í kafla.

Formálanum er skipt í tvennt. Í fyrri hlutanum er áréttað að virða beri friðinn og öryggi á alþjóðasviðinu, og tryggja að mannréttindi séu ekki fótum troðin. Seinni hlutinn er í samningsformi þar sem lýst er yfir að stjórnvöld fólks Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt stofnsáttmálann.

  • 1. kafli setur fram markmið Sameinuðu þjóðanna. Þ.m.t. að viðhalda friði og öryggi.
  • 2. kafli setur fram skilyrði fyrir aðild að Sameinuðu þjóðunum.
  • 3.-15. kafli, meginefni sáttmálans, skilgreinir helstu stofnanir og undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna.
  • 16. og 17. kafli mæla fyrir um samþættingu Sameinuðu þjóðanna við alþjóðalög sem voru þegar í gildi.
  • 18. og 19. kafli mæla fyrir um breytingu og staðfestingu á sáttmálanum.

Næstu kaflar mæla fyrir um valdheimildir stofnana Sameinuðu þjóðanna.

Heimildir breyta

Tenglar breyta