Slovjansk (úkraínska: Слов'янськ) er borg í Donetsk í austur-Úkraínu. Íbúar eru um 107.000 (2021).

Slovjansk.

Upphaf borgarinnar má rekja til að byggt var þar virki af Alexei rússakeisara um miðja 17. öld. Saltframleiðsla var mikilvægur iðnaður í Slovjansk á fyrstu öld borgarinnar. Í nútíma er vélaframleiðsla mikilvæg.

Slovjansk var hertekin af aðskilnaðarsinnum styrktum af Rússlandi í apríl 2014 en Úkraínuher náði borginni á sitt vald í júlí sama ár. Í innrás Rússlands í Úkraínu 2022 sóttu Rússar að borginni í því miði að ná yfirráðum yfir öllu Donetsk-héraði.