Skutulönd (fræðiheiti Aythya ferina) er fugl af andaætt. Skutulönd er flækingsfugl á Íslandi og sjást aðallega við Mývatn. Þar fannst fyrsta hreiðrið árið 1954. Kjörlendi hennar er grunn lífrík vötn en hún verpir líka við lygnar ár. Hún er farfugl og verpir 7 - 13 eggjum í maí og tekur útungun þeirra fjórar vikur.

Skutulönd
Steggur
Steggur
Kvenfugl
Kvenfugl
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Undirætt: Aythyinae
Ættkvísl: Aythya
Tegund:
A. ferina

Tvínefni
Aythya ferina
(Linnaeus, 1758)
Aythya ferina

Skutulönd er alfriðuð.

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.