Skosku hálöndin eru fjöllótt svæði í Skotlandi. Svæðið nær yfir norðvestur helming landsins, en mörkin eru ekki skýr í suðri og austri. Hálöndin eru strjálbýl sökum fjölmargra fjallgarða sem gnæfa yfir svæðinu. Hæstu fjöll Bretlands eru í skosku hálöndunum, eins og Ben Nevis sem er hæst. Náttúrufegurð er þar víða mikil.

Skosku hálöndin (og Suðureyjar), auðkennd með dökkgrænum lit.

Á 18. öld fór fólki að fækka mikið í hálöndunum. Hefðbundnir lifnaðarhættir voru bannaðir eftir jakobísku uppreisnina 1745, og olli það fyrstu bylgju mannfækkunar. Nauðungarflutningar fólks af svæðinu (Highland Clearances) og flutningur í þéttbýli með iðnbyltingunni leiddu líka til mannfækkunar. Þéttleiki byggðar í hálöndunum er minni en í Svíþjóð, Noregi, Papúa Nýju-Gíneu og Argentínu.

Á fyrri öldum voru Hálöndin nær algelískt svæði, en markvisst var unnið að því að berja gelískuna niður. Hún lifir þó enn norðvestan til á svæðinu og á Suðureyjum, og hefur fengið ákveðna viðurkenningu á síðari árum.

Höfuðborg svæðisins er Inverness.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.