Silfurmáfur (fræðiheiti: Larus argentatus) er stór máfur með grátt bak og svarta vængbrodda en hvítur á kvið og haus. Hann er með gulan gogg með rauðum blett undir að framan eins og sílamáfur og svartbakur. Einkum getur verið erfitt að greina milli silfurmáfs og sílamáfs. Hann verður fullvaxinn 63sm að lengd og vegur eitt kíló.

Silfurmáfur
Silfurmáfur af undirtegundinni L. a. argenteus á Helgolandi
Silfurmáfur af undirtegundinni L. a. argenteus á Helgolandi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Máfar (Laridae)
Ættkvísl: Larus
Tegund:
L. argentatus

Tvínefni
Larus argentatus
Pontoppidan, 1763, Danmörk
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Larus argentatus argenteus

Silfurmáfum hefur fjölgað á Norðurslóðum síðustu áratugi vegna nábýlis við manninn. Máfurinn gerir sig í vaxandi mæli heimakominn í bæjum og borgum þar sem hann finnur sér æti í sorpi.

Silfurmáfur er einn af fjórum fuglum sem má veiða árið um kring á Íslandi. Hinir eru sílamáfur, svartbakur og hrafn.

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.