Sigurður Pétursson (1759-1827)

Sigurður Pétursson (26. apríl 17596. apríl 1827) var sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, bæjarfógeti í Reykjavík, skáld og leikskáld. Hans er einna helst minnst fyrir leikritin Narfa eða Hinn narraktuga biðil (frumflutt 28. janúar 1789) og Hrólf eða Slaður og trúgirni (frumflutt 5. desember 1796), sem hann samdi bæði fyrir Herranótt skólapilta í Hólavallarskóla. Bæði leikritin eru undir áhrifum frá leikritum Holbergs sem Sigurður hafði kynnst á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Stundum er talað um að Sigurður sé höfundur fyrstu íslensku leikritanna, en fyrsta leikritið sem leikið var hér á landi hefur líklega verið Bjarglaunin eða Brandur eftir Geir Vídalín biskup. Leikrit Sigurðar voru þó fyrstu leikritin sem náðu vinsældum og voru oft sett upp á 18. og 19. öld þannig að venja er að kalla Sigurð „föður íslenskrar leikritunar“.

Árið 1803 sagði hann sig frá sýslumanns- og bæjarfógetaembættinu vegna heilsubrests.

Heimildir breyta

„Hrólfur eftir Sigurð Pétursson frumsýndur í Hólavallarskóla“. Sótt 5. desember 2006.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.