Seglagerð er fyrirtæki sem fæst við hönnun og framleiðslu segla, einkum fyrir seglbáta, en líka fyrir ýmsa aðra notkun eins og tjöld og hlífar. Verkstæðið þar sem segl eru búin til er kallað seglaloft. Sum seglaloft eru innréttuð með fölsku gólfi þannig að seglagerðarmaðurinn geti setið undir gólfinu meðan seglið er saumað. Sérstakar saumavélar, saumnálar og kósavélar eru notaðar við seglagerð, auk sérhæfðra verkfæra eins og melspíra.

Seglaloft með fölsku gólfi.

Segl eru framleidd úr ýmsum efnum og eru bæði gerð úr trefjastriga úr náttúrulegum eða tilbúnum trefjum og lagskiptri plastfilmu. Algeng seglaefni eru pólýesterstrigi (Dakron og Pentex) eða kevlarþræðir með plastfilmu límda yfir báðum megin. Seglagerð felst í því að hanna seglið (oftast gert með sérhæfðum tölvuforritum nú til dags), sníða efnið til (oft gert með laserskurðarvél), líma það saman í rétt form, sauma það saman og ganga frá jöðrum og kósum. Strigasegl eru meðhöndluð í lokin með kvoðu til að þétta þau og stífa. Áður fyrr voru segl börkuð með því að sjóða þau með kvoðuríkum trjáberki til að þétta þau.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.