Sanngjörn afnot er undanþága frá höfundarétti í bandarískum höfundalögum sem snýr að notkun í þágu gagnrýni, umfjöllunar, fréttaflutnings, kennslu og rannsókna. Þessi undanþága þróaðist upphaflega í dómaframkvæmd þar sem dómarar reyndu að skapa jafnvægi milli hagsmuna almennings og hagsmuna höfunda. Sanngjörn afnot urðu fyrst hluti af höfundalögum Bandaríkjanna árið 1978. Undanþágan er talin sérstaklega mikilvæg fyrir alla starfsemi mennta- og menningarstofnana í Bandaríkjunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.