Sambandslýðveldi Mið-Ameríku

Sambandslýðveldi Mið-Ameríku (spænska: República Federal de Centroamérica) var sambandsríki í Mið-Ameríku sem varð til úr héruðum sem áður heyrðu undir Höfuðsmannsdæmið Gvatemala sem var hluti af Nýja Spáni. Sambandsríkið var lýðveldi sem stóð frá 1823 til 1841.

Merki lýðveldisins.
Kort.

Ríkið var stofnað skömmu eftir að ríki Mið-Ameríku lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni 1821. Hluti af landsvæðinu varð Fyrsta mexíkóska keisaradæmið 1822 og sambandslýðveldið var stofnað árið eftir. Það náði yfir svæði sem nú eru löndin Kosta Ríka, El Salvador, Gvatemala, Hondúras og Níkaragva, auk Chiapas sem nú er í Suður-Mexíkó. Árið 1840 hófst borgarastyrjöld sem leiddi til upplausnar ríkisins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.